Í skógarlund sér skuggi þögull brá. Nú skyggir senn um brúnir allra hlíða. Og kvöldið man þá morgun löndin blá, hvern munardraum og útsýn fagra og víða. En æskan? Hvar er allt það glaða lið, sem undi fyrr í dalnum okkar heima? Í fjarskans allar áttir hurfuð þið. En aldrei skal þó ljúfum vini gleyma.